Innskráning

Mót- og riðlakeppni

Móta- og riðlakeppnakerfi D10 er tvímælalaust öflugasta lausnin sem í boði er fyrir þá sem halda riðlaskipt mót.

Það heldur utan um alla leiki móts, og allt sem þeim viðkemur.

Þannig sér kerfið m.a. um að raða leikjum á velli, og tímasetja þá. Hægt er að skrá dómara á leiki, skoða álag einstakra leikvalla, og auðvitað skrá úrslit.

Kerfið sér einnig um uppsetningu úrslitakeppna frá A til Ö.

Allar upplýsingar birtast samstundis og sjálfkrafa á vefsíðu mótsins. Yfirlit næstu leikja, nýjustu úrslit, og svo frv.

Mögulegt er að birta sjálfvirkar flettisíður á sjónvarpsskjám, t.d. í félagsheimili mótshaldara.

Allt efni er svo hægt að sía á óteljandi vegu, til útprentunar, eða flutnings á annað form, svo sem pdf, Word, eða Excel. Hægt er að veiða upp úr gagnagrunni leiki á ákveðnum völlum, leiki einstakra liða, leiki á ákveðnum dögum, og svo mætti lengi telja.

Já, kerfið gerir svo sannarlega flóknustu verk einföld.Pantaðu kynningu núna
Ókeypis og án nokkurra skuldbindinga