Upplýsingar


Gisting, fæði og keppnisfyrirkomulag
Öll aðstaða á mótinu er í göngufæri frá völlunum í Laugardal. Gisting er í skólum í kringum Laugardalinn. Lið utan af landi og erlendis frá gista í skólunum en einnig gista fjölmörg lið af höfuðborgarsvæðinu. 

Einn farastjóri þarf að gista með hverju liði. 

Morgunmatur er í skólum sem gist er í. Hádegisverður (fyrir þau lið sem eru skráð í hann) og kvöldverður eru í Hilton Reykjavík Nordica.

Leikir eru spilaðir fimmtudag, föstudag og laugardag kl. 08:00 -19:00. Á sunnudegi eru leiknir úrslitaleikir frá kl. 8:00-15:00.

Gist er í fimm skólum umhverfis Laugardalinn.